Þróun "frístundareiðmennsku" á Íslandi

Frístunda reiðmennska á Íslandi er í mikilli þróun og framför. Ég er þeirrar skoðunar að allar “keppnis deildirnar” sem til hefur verið stofnað í framhaldi af vinsældum “Meistaradeildarinnar” eru að hafa gífurlega mikil og jákvæð áhrif á hestamennskuna og fjöldi þeirra sem hafa áhuga á að taka þátt í keppni hefur vaxið mikið undanfarin ár. Þetta hefur gert það að verkum að fólk er orðið einbeittara í vilja sínum til að ná árangri og bæta reiðmennsku sína. Það gerir meiri kröfur til gæða og tamningu hesta sinna og er duglegra að afla sér þekkingar og leikni með þátttöku í námskeiðum eins og tildæmis “Reiðmanninum” sem er þriggja ára nám fyrir áhugafólk um hestamennsku. Fólk vandar sig meira í allri umönnun og fóðrun hesta sinna og hrossin öðlast þar með betra líf.
Um daginn fylgdist ég með keppni í Parareið Suðurlands-deildar austur á Hellu. Þar öttu kappi 24 pör, samsett af einum atvinnuknapa og einum frístundaknapa en þessi keppnisgrein snýst um sýningu hestsins á gangtegundum og í fimiæfingum, ekki ólíkt „Gæðingafiminni“ Þetta var ánægjuleg og áhugaverð kvöldstund, …satt að seigja ótrúlega skemmtileg.
Að sjálfsögðu ætlast maður til mikils af atvinnufólkinu, vill sjá að það hafi gott vald á öllu sem tilheyrir góðri nútíma reiðmennsku og sé góð fyrirmynd hinna en að sjá þennan fjölda frístundamanna ríðe með þeim hætti sem gert var þarna gaf manni góða sýn á það sem er í gangi hér á landi. Ég var svo sem vel meðvitaður um að hluti „áhugamannanna“ var fyrrverandi atvinnufólk og einhverjir ungir og „nýbyrjaðir“ atvinnumenn riðu einnig þar sem „áhugamenn“, en þarna voru margir „alvöru“ áhugamenn, þannig að hugmyndin blasti við.
Að sjálfsögðu hef ég einnig fylgst með „Áhugamanna-deildinni“ en þar blasa einnig við þessar miklu framfarir og þróun.
Þetta starf ásamt öðru sem er að ske í Íslandshestamennskunni hefur mikla þýðingu fyrir þennan yndislega hest sem okkur er treyst fyrir. Með „öðru“ á ég við þróunarstarf það sem er í gangi varðandi mat okkar á og sýningu kynbótahrossa. Það starf, ásamt öðru sem hér hefur verið fjallað um mun hægt og sígandi hafa verulega góð áhrif á ímynd hestsins og hestamennskunnar útávið og styrkja okkur Íslendinga í samkeppni á alþjóðavísu.
Ég sendi „hvatningar-kveðju“ til allra hestamanna á Íslandi.
Trausti Þór
Um daginn fylgdist ég með keppni í Parareið Suðurlands-deildar austur á Hellu. Þar öttu kappi 24 pör, samsett af einum atvinnuknapa og einum frístundaknapa en þessi keppnisgrein snýst um sýningu hestsins á gangtegundum og í fimiæfingum, ekki ólíkt „Gæðingafiminni“ Þetta var ánægjuleg og áhugaverð kvöldstund, …satt að seigja ótrúlega skemmtileg.
Að sjálfsögðu ætlast maður til mikils af atvinnufólkinu, vill sjá að það hafi gott vald á öllu sem tilheyrir góðri nútíma reiðmennsku og sé góð fyrirmynd hinna en að sjá þennan fjölda frístundamanna ríðe með þeim hætti sem gert var þarna gaf manni góða sýn á það sem er í gangi hér á landi. Ég var svo sem vel meðvitaður um að hluti „áhugamannanna“ var fyrrverandi atvinnufólk og einhverjir ungir og „nýbyrjaðir“ atvinnumenn riðu einnig þar sem „áhugamenn“, en þarna voru margir „alvöru“ áhugamenn, þannig að hugmyndin blasti við.
Að sjálfsögðu hef ég einnig fylgst með „Áhugamanna-deildinni“ en þar blasa einnig við þessar miklu framfarir og þróun.
Þetta starf ásamt öðru sem er að ske í Íslandshestamennskunni hefur mikla þýðingu fyrir þennan yndislega hest sem okkur er treyst fyrir. Með „öðru“ á ég við þróunarstarf það sem er í gangi varðandi mat okkar á og sýningu kynbótahrossa. Það starf, ásamt öðru sem hér hefur verið fjallað um mun hægt og sígandi hafa verulega góð áhrif á ímynd hestsins og hestamennskunnar útávið og styrkja okkur Íslendinga í samkeppni á alþjóðavísu.
Ég sendi „hvatningar-kveðju“ til allra hestamanna á Íslandi.
Trausti Þór