Leiðin fram
Það er mikil upplifun að sjá par, hest og knapa leika listir sínar á vellinum, komi þeir tveir vel og „rétt“ undirbúnir til leiks. Báðir greinilega „slakir, einbeittir og njótandi“, og vegna góðs undirbúnings liggur verkefnið beint við,.....knapinn hjálpar hestinum að finna gott jafnvægi og réttan hraða á gangtegundinni og geta þannig „montað sig“.
Það er einmitt þessi „undirbúningur“ sem „hestamennska“ snýst um en „völlurinn“ getur verið hringvöllur eða grasbakki við ána,.....eða mjúkur/stinnur moldarstígur til fjalla.
Hvað þarf til?
Hvernig kemst ég þangað?
Þegar upp er byggt,......hús,.....íþróttamaður,.....reiðhestur/keppnishestur,..... er fyrst og fremst lagður góður grunnur sem byggt er á.
Það er einmitt þessi „undirbúningur“ sem „hestamennska“ snýst um en „völlurinn“ getur verið hringvöllur eða grasbakki við ána,.....eða mjúkur/stinnur moldarstígur til fjalla.
Hvað þarf til?
- „Sé hesturinn þinn
- Heilbrigður og í góðu líkamlegu/andlegu ástandi
- Nægjanlega sterkur
- Nógu teygjanlegur og mjúkur
- Sáttur við þig sem leiðbeinanda og leiðtoga
- Skilji þig og allar ábendingar og leiðsögn þína
- .... þekki verkefnið og leiðina þangað
- ......finnst „gaman“
- Að þessum atriðum uppfilltum gefur hann þér allt það besta sem hann hefur að bjóða. Mundu að hesturinn þinn er stoltur og honum finnst gaman að „monta sig“,....eins og hann getur,.....en ekki meir.
Hvernig kemst ég þangað?
Þegar upp er byggt,......hús,.....íþróttamaður,.....reiðhestur/keppnishestur,..... er fyrst og fremst lagður góður grunnur sem byggt er á.
- Húsbyggendur þekkja allir hvað átt er við,....umhverfi og aðstæður lagaðar að verkefninu, skift út jarðefnum, allt þjappað og stillt „lárétt/lóðrétt, innviðir settir á sinn stað og byggður sterkur og réttur sökkull undir húsið.
- Íþróttamenn, fótbolta/handbolta/körfuboltamaður, frjálsíþróttamaður, fimleikamaður eða listdansari eru meðvitaðir um nauðsyn góðs „grunns“, Hástökkvarinn ver ekki öllum þjálfunartímanum í að reyna að bæta eitthvað met, það myndi enda með meiðslum og....kvíða. Í stað þess styrkir hann líkamann með líkamsrækt, hann eykur þol með hlaupum og hann eykur teygjanleika og mýkt með æfingum á gólfi..........svo vinnur hann með stökk-tæknina og.....á mótinu bætir hann eigið met. Hans grunnur er:
- Vera nægilega sterkur
- Vera næganlega teygjanlegur og mjúkur
- Hafa viljann, metnaðinn og gleðina
- Þekkja takmörk sín og ......gera betur.
- Hestamaðurinn þarf að huga að tveimur,.....knapanum og hestinum. Báðir tveir þurfa að vera vel undirbúnir til að geta „hámarkað“ árangur sinn.
Hestamennska/horsemanship
|