Hugleiðing á Aðventu
Ég hef varið mest-allri ævi minni í hestamennsku, hestar voru mér efstir í huga strax er ég var barn. Þetta glæsilega dýr var mér efst í huga og varði ég mörgum stundum í að teikna hesta eftir ljósmyndum sem ég sá einhversstaðar, í blaði eða bók.
Ég ólst upp í miðbæ Reykjavíkur og þar voru engin dýr, hvorki hestar né hundar. Þegar foreldrar mínir fóru með okkur systkinin í útilegur um helgar sá ég eitthvað af hrossum út um bílgluggann og var heillaður. Í dag eftir áratuga reynslu sem reiðkennari, veit ég að ég var ekkert einsdæmi. Ég hef nokkrumsinnum heyrt nemanda minn segja svipaða sögu og þykir mér það merkilegt. „Hestaást“ virðist einfaldlega stinga sér niður á ólíklegustu stöðum,...í ólíklegasta fólki. Fyrir þetta er ég þakklátur.
Löngu seinna
Ég var á Landsmóti hestamanna 2024 í Víðidal/Reykjavík. Ég fór þangað fullur eftirvæntingar,...hlakkaði til að sjá og „meta“ stöðu okkar Íslendinga í ræktun hestsins okkar og reiðmennsku og þjálfun hrossanna. Heimsókn mín í fyrra á HM 2023 í Hollandi hafði gefið mér þá tilfinningu að við Íslendingar séum í góðri stöðu miðað við hin löndin, sem hægt er að þakka mikilli og góðri menntun hestafólks hér á landi og merki maður framfarir við eitt tækifæri, gerist maður „tilætlana-samur“ og vill merkja þær aftur, aftur og......
Nú er ég kominn í djúpa stólinn, og er að melta „upplifunina“, ...fara í gegnum og rifja upp,...skoða myndir og vídeó, og spjalla við fólk. Tilfinningar mínar eru mjög blendnar, ég kemst ekki hjá því að reyna að svara áleitum spurningum sem skullu á mér á mótstaðnum er ég hitti marga góða og gamla vini, fólk sem ræktar og ríður Íslenskum hestum sínum í sínu heimalandi og kom svo fljúgandi frá Evrópu eða Ameríku til að njóta Landsmóts. Margir þessara vina minna voru vonsviknir með eitt og/eða annað. Spurningarnar voru meðal annars um þessi málefni:
Hvernig Ímynd viljum við skapa?
Hestamennska í veröldinni á í vanda. Víða og oft hefur orðið tilefni til neikvæðrar umræðu um þá „hugmynd“, að fólk sitji á hesti og láti hann sýna æfingar og gangtegundir í keppnum oft gangandi lengra en hestinum er hollt. Velferð dýra er sem betur fer í auknum mæli í umræðunni og er til dæmis mikið rætt um nautaat, sirkus með dýr, ....kappreiðar,.....keppni í Dressúr eða fimiæfingum þar sem hafa komið upp leiðindamál tekin upp á vídeo eða síma af þjálfurum við „störf“ sín.
Íslenski hesturinn er fyrst og fremst „markaðsettur“ sem yndislegur reiðhestur fyrir alla aldurshópa og allskonar fólk. Hann er búinn fjölbreyttum hæfileikum og býr trúlega yfir „betra“ upplagi en flestir aðrir sem „fjölskylduhestur“, bæði sterkur og geðgóður. Hann býður einnig upp á „skemmtilega“ möguleika sem sýninga og keppnishestur en það er akkúrat þar sem við verðum að vera vel meðvituð um velferð hestsins og líðan.
Verum fyrirmynd
Við eigum þetta „náttúru-undur“, þennan sterka fjölhæfa og geðgóða hest sem býður uppá svo fallegar sýningar og keppni,....sé gætt að menntun knapanna og þjálfun hestanna,....tileinki hestafólk sér að undirbúa og þjálfa hestinn þannig að honum líði vel undir stjórn og leiðsögn knapans, en það er samt alls ekki nóg?
Hinn endinn á þessari hugmyndafræði er síðan það mat sem hestur/knapi fara í er á keppnisvöllinn er komið. Hvernig getum við tryggt að allir þeir er dæma keppnina séu vandanum vaxnir. Hvað þarf manneskja að upplifa til þess að geta metið.....ekki bara „takt“, „hraða“, „fegurð hreyfinga“....heldur líka „líðan knapa og hests“, samspilið og gæði reiðmennskunnar. Hvaða/hvernig menntun er nauðsynleg og hvaða reynslu þarf dómari að búa yfir.
Það er óþarfi að allir og alltaf sé verið að finna upp hjólið. Getum við kannski leitað eftir fyrirmyndum í kerfum reiðmennskukeppna erlendis.
Í Dressúrkeppni erlendis verður dómarinn að hafa sjálfur riðið þá grein og gæðaflokk minnst 5 sinnum sem hann/hún er að dæma, ....og náð vissum fyrirfram ákveðnum árangri, eða 65% sem væri í sportinu okkar 6,5. Þetta er þeirra leið til þess að reyna að tryggja hæfi dómaranna.
Breytingar
Að breyta um stefnu eða að aðlaga stefnu breyttum aðstæðum tekur alltaf aðeins í. Fólk þarf stundum að aðlaga hugsun sína breyttum tíðaranda og áherslum samfélags. Það er kallað „þróun“. Ætla mætti að oftast sé hún til framfara,...allavega er hún það ætíð í huga þeirra er um taumana halda.
Eins og fyrr var getið hér ofar í þessum pistli, á ímynd „hestamennsku“ í vanda. Vissulega hefur allt „þróast“ og breyst, en kannski ekki í rétta átt ef metið er með „nútíma“ hugsun um velferð dýra.
Sé hestur „áhald“ í huga þess er hestamennsku stundar, víkja ákveðin „hugtök“ sem að margra „góðra“ hestamanna mati eru nauðsynleg til þess að kalla megi reiðmennsku, „list“.
Tilurð regluverks
Gerð reglna og regluverks er í höndum „afmarkaðs“ hóps sem kemur saman á ársfundum hreyfingarinnar og „nefnda“ sem starfa á vegum hreyfingarinnar allt starfsárið. Oft er um að ræða lítið eða og illa launað starf sem fólk vinnur einfaldlega vegna ástar sinnar á íþróttinni / áhugamálinu og er mér eins og flestum hestamönnum þakklæti efst í huga er umræða verður um störf þessa fólks. Þetta fólk er sjálfsagt allt eða næstum allt „á kafi í hestamennsku“ eins og gjarnan er sagt um þá sem eiga reiðhesta og ríða mikið út sér til ánægju. Einhver hluti þess er „fagfólk“ í einhverjum þáttum þessarar greinar, ræktendur, þjálfarar, reiðkennarar og/eða keppnisknapar en margt þess er einfaldlega áhugafólk um hestamennsku sem stundar „sportið“ sér til ánægju með fullu starfi í einhverjum öðrum greinum samfélagsins.Það fólk fórnar bæði tíma og peningum til þess að sinna félagsstörfum sínum og sem betur fer eru félagsstörf „ástríða“ margra sem hafa mikla ánægju út úr þessum störfum, að hitta fólk, ferðast, sitja fundi og skipuleggja.
Þegar kemur að mótun þess hluta hestamennskunnar sem mesta athygli hlýtur, það eru sýningar kynbótahrossa og keppnishrossa eða keppni í reiðmennsku, þarf að gæta þess að áherslur séu réttar þannig að ímynd Íslandshesta-reiðmennsku sé rétt. Gæta þarf sérstaklega að því að „reiðhesta-eiginleikarnir, það er að hægar og milliferðar gangtegundir séu mikilvægur hluti, en það er einmitt á hægari gangtegundum sem reynir mest á líkamsbeitingu, samspilið, vellíðan og traust. Gleymum ekki þessum gömlu hugtökum,....“að kasta toppi“ og „yndisspor“
Kæru lesendur, njótið reiðmennskunnar.
Ég ólst upp í miðbæ Reykjavíkur og þar voru engin dýr, hvorki hestar né hundar. Þegar foreldrar mínir fóru með okkur systkinin í útilegur um helgar sá ég eitthvað af hrossum út um bílgluggann og var heillaður. Í dag eftir áratuga reynslu sem reiðkennari, veit ég að ég var ekkert einsdæmi. Ég hef nokkrumsinnum heyrt nemanda minn segja svipaða sögu og þykir mér það merkilegt. „Hestaást“ virðist einfaldlega stinga sér niður á ólíklegustu stöðum,...í ólíklegasta fólki. Fyrir þetta er ég þakklátur.
Löngu seinna
Ég var á Landsmóti hestamanna 2024 í Víðidal/Reykjavík. Ég fór þangað fullur eftirvæntingar,...hlakkaði til að sjá og „meta“ stöðu okkar Íslendinga í ræktun hestsins okkar og reiðmennsku og þjálfun hrossanna. Heimsókn mín í fyrra á HM 2023 í Hollandi hafði gefið mér þá tilfinningu að við Íslendingar séum í góðri stöðu miðað við hin löndin, sem hægt er að þakka mikilli og góðri menntun hestafólks hér á landi og merki maður framfarir við eitt tækifæri, gerist maður „tilætlana-samur“ og vill merkja þær aftur, aftur og......
Nú er ég kominn í djúpa stólinn, og er að melta „upplifunina“, ...fara í gegnum og rifja upp,...skoða myndir og vídeó, og spjalla við fólk. Tilfinningar mínar eru mjög blendnar, ég kemst ekki hjá því að reyna að svara áleitum spurningum sem skullu á mér á mótstaðnum er ég hitti marga góða og gamla vini, fólk sem ræktar og ríður Íslenskum hestum sínum í sínu heimalandi og kom svo fljúgandi frá Evrópu eða Ameríku til að njóta Landsmóts. Margir þessara vina minna voru vonsviknir með eitt og/eða annað. Spurningarnar voru meðal annars um þessi málefni:
- Hvernig stóð á því að „skeið-kappreiðar“ urðu „stökk-kappreiðar“
- Hér á landi hafa skeið-kappreiðar verið stundaðar svo lengi að reynsla landans ætti að vera farin að skila góðum árangri,...við ættum að kunna þetta?
- Hafði starfsfólkið við rásbásana þá reynslu að kunna að lesa í stöðu og uppstillingu hestanna,....hversvegna komu svona margir hestar út úr básunum á „kýrstökki“?
- Hvernig stendur á því að er áhorfendur sem sitja og horfa á „hápunkt“ Landsmóts, úrslit í gæðingakeppninni í öllum flokkum, sem ætti að vera eitthvað glæsilegt og unaðslegt á að horfa, allir fullir tilhlökkunar. Það sem hinsvegar kom í ljós var að „stór“ hluti knapanna inni á vellinum „berháttaði“ slæman undirbúning og stöðu. Hestar hlaupandi stjórnlausir á rangri gangtegund, það er að segja....allt of margir knapanna átti í vandræðum með að fá hesta sína til að brokka. Þetta var satt að segja „vandræðalegt“. Hvernig gat þetta skeð,....hvað varð um allar „framfarirnar“ sem talað er um?
- Önnur spurning er: Oft kemur upp umræðan um Gæðingakeppnina, ...hvort ekki þurfi að yfirfara keppnisformið sjálft og hugsanlega gera breytingar sérstaklega á úrslitum....eða er það bara í lagi að selja fólki miða til að það getið orðið vitni að því er knapar okkar eru látnir „hálf-uppgefa“ marga hestanna með of miklu álagi,....bara vangaveltur?
Hvernig Ímynd viljum við skapa?
Hestamennska í veröldinni á í vanda. Víða og oft hefur orðið tilefni til neikvæðrar umræðu um þá „hugmynd“, að fólk sitji á hesti og láti hann sýna æfingar og gangtegundir í keppnum oft gangandi lengra en hestinum er hollt. Velferð dýra er sem betur fer í auknum mæli í umræðunni og er til dæmis mikið rætt um nautaat, sirkus með dýr, ....kappreiðar,.....keppni í Dressúr eða fimiæfingum þar sem hafa komið upp leiðindamál tekin upp á vídeo eða síma af þjálfurum við „störf“ sín.
Íslenski hesturinn er fyrst og fremst „markaðsettur“ sem yndislegur reiðhestur fyrir alla aldurshópa og allskonar fólk. Hann er búinn fjölbreyttum hæfileikum og býr trúlega yfir „betra“ upplagi en flestir aðrir sem „fjölskylduhestur“, bæði sterkur og geðgóður. Hann býður einnig upp á „skemmtilega“ möguleika sem sýninga og keppnishestur en það er akkúrat þar sem við verðum að vera vel meðvituð um velferð hestsins og líðan.
Verum fyrirmynd
Við eigum þetta „náttúru-undur“, þennan sterka fjölhæfa og geðgóða hest sem býður uppá svo fallegar sýningar og keppni,....sé gætt að menntun knapanna og þjálfun hestanna,....tileinki hestafólk sér að undirbúa og þjálfa hestinn þannig að honum líði vel undir stjórn og leiðsögn knapans, en það er samt alls ekki nóg?
Hinn endinn á þessari hugmyndafræði er síðan það mat sem hestur/knapi fara í er á keppnisvöllinn er komið. Hvernig getum við tryggt að allir þeir er dæma keppnina séu vandanum vaxnir. Hvað þarf manneskja að upplifa til þess að geta metið.....ekki bara „takt“, „hraða“, „fegurð hreyfinga“....heldur líka „líðan knapa og hests“, samspilið og gæði reiðmennskunnar. Hvaða/hvernig menntun er nauðsynleg og hvaða reynslu þarf dómari að búa yfir.
Það er óþarfi að allir og alltaf sé verið að finna upp hjólið. Getum við kannski leitað eftir fyrirmyndum í kerfum reiðmennskukeppna erlendis.
Í Dressúrkeppni erlendis verður dómarinn að hafa sjálfur riðið þá grein og gæðaflokk minnst 5 sinnum sem hann/hún er að dæma, ....og náð vissum fyrirfram ákveðnum árangri, eða 65% sem væri í sportinu okkar 6,5. Þetta er þeirra leið til þess að reyna að tryggja hæfi dómaranna.
Breytingar
Að breyta um stefnu eða að aðlaga stefnu breyttum aðstæðum tekur alltaf aðeins í. Fólk þarf stundum að aðlaga hugsun sína breyttum tíðaranda og áherslum samfélags. Það er kallað „þróun“. Ætla mætti að oftast sé hún til framfara,...allavega er hún það ætíð í huga þeirra er um taumana halda.
Eins og fyrr var getið hér ofar í þessum pistli, á ímynd „hestamennsku“ í vanda. Vissulega hefur allt „þróast“ og breyst, en kannski ekki í rétta átt ef metið er með „nútíma“ hugsun um velferð dýra.
Sé hestur „áhald“ í huga þess er hestamennsku stundar, víkja ákveðin „hugtök“ sem að margra „góðra“ hestamanna mati eru nauðsynleg til þess að kalla megi reiðmennsku, „list“.
Tilurð regluverks
Gerð reglna og regluverks er í höndum „afmarkaðs“ hóps sem kemur saman á ársfundum hreyfingarinnar og „nefnda“ sem starfa á vegum hreyfingarinnar allt starfsárið. Oft er um að ræða lítið eða og illa launað starf sem fólk vinnur einfaldlega vegna ástar sinnar á íþróttinni / áhugamálinu og er mér eins og flestum hestamönnum þakklæti efst í huga er umræða verður um störf þessa fólks. Þetta fólk er sjálfsagt allt eða næstum allt „á kafi í hestamennsku“ eins og gjarnan er sagt um þá sem eiga reiðhesta og ríða mikið út sér til ánægju. Einhver hluti þess er „fagfólk“ í einhverjum þáttum þessarar greinar, ræktendur, þjálfarar, reiðkennarar og/eða keppnisknapar en margt þess er einfaldlega áhugafólk um hestamennsku sem stundar „sportið“ sér til ánægju með fullu starfi í einhverjum öðrum greinum samfélagsins.Það fólk fórnar bæði tíma og peningum til þess að sinna félagsstörfum sínum og sem betur fer eru félagsstörf „ástríða“ margra sem hafa mikla ánægju út úr þessum störfum, að hitta fólk, ferðast, sitja fundi og skipuleggja.
Þegar kemur að mótun þess hluta hestamennskunnar sem mesta athygli hlýtur, það eru sýningar kynbótahrossa og keppnishrossa eða keppni í reiðmennsku, þarf að gæta þess að áherslur séu réttar þannig að ímynd Íslandshesta-reiðmennsku sé rétt. Gæta þarf sérstaklega að því að „reiðhesta-eiginleikarnir, það er að hægar og milliferðar gangtegundir séu mikilvægur hluti, en það er einmitt á hægari gangtegundum sem reynir mest á líkamsbeitingu, samspilið, vellíðan og traust. Gleymum ekki þessum gömlu hugtökum,....“að kasta toppi“ og „yndisspor“
Kæru lesendur, njótið reiðmennskunnar.